Segi upp á morgun

 

Ætlaði bara að vera í þessari vinnu í nokkra daga en þessir dagar urðu að vikum og nú er einmitt mánuður síðan ég byrjaði í henni.  Núna er maður kominn með reynslu af því að vinna á lager. Síðastliðinn mánuð hefur maður verið önnum kafinn við það að tína til vörur á bretti og stapla upp vörunum eins og um legókubba væri að ræða. Grunnlaunin erum um 160 þús á mánuði fyrir þetta starf en þá á eftir að draga skatta, lífeyrissjóð, viðbótarlífeyrissparnað, félagsgjöld í stéttarfélagi etc. Sem sagt fæ ég eitthvað um 145-150 þús útborgað. Ég undirritaður get svo sem sjálfum mér um kennt að hafa valið þetta ágætis starf. Ég sagði við mig sjálfan mig að það væri betra að vera í einhverju starfi heldur en engu því ekki borga skuldirnar sig sjálfar. En ég held að ég kæmi fleiru í verk ef að ég myndi bara skrá mig á atvinnuleysisbætur heldur en að eyða tíma mínum að vinna á lager. Æli við tilhugsunina um að fara að vakna kl sjö til þess að mæta í þessa blessuðu vinnu. Ætla að fara út að fá mér bjór með félögunum enda er fimmtudagur!

Bravis kveður að sinni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband